Það er fjölskyldan, Jóna Bryndís og synir hennar þrír, Arnar, Rúnar og Gestur Gunnarssynir sem hefur síðastliðin ár staðið að því að leggja veg og útbúa bílastæði við einn af fallegustu fossum Íslands, Brúarfoss. Hingað til hefur það ekki staðið öllum til boða að berja fossinn augum þar sem það hefur krafist nokkuð langrar göngu eftir fallegum skógarstíg austanmegin árinnar. Það er hugsun okkar fjölskyldunar með þessari vegaframkvæmd að auka aðgengi allra að fossinum og byggja í framhaldi upp frekari aðstöðu og þjónustu á svæðinu.
—
Jóna Bryndís and her three sons, a local family, started construction of the Brúarfoss road and parking area at one of the most beautiful waterfalls in Iceland, Brúarfoss in Hlauptunga. Construction started in 2021. many have been hindered from seeing this beautiful waterfall because it has only been accessible by a hiking trail off more then 3 kilometers. A truly wonderful hike we can recommend for those capable.
It is our family’s intention with this project to increase everyone’s access to the waterfall and to build services and facilities for all to use.